Stytting þjóðvegar 1 milli Akureyrar og Reykjavíkur

Málsnúmer 2020100890

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3482. fundur - 03.11.2020

Rætt um möguleika á styttingu þjóðvegar milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Gunnar Gíslason hóf umræðuna og reifaði ýmis atriði sem fram hafa komið á undanförnum árum um áhrif styttingar þjóðvegarins og hugsanlegar leiðir að styttingu.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að meta og taka afstöðu til hugmynda sem fram hafa komið um styttingu þjóðvegar 1 á milli Eyjafjarðar og Reykjavíkur. Ljóst er að verulegur þjóðhagslegur ávinningur hlýst af styttingu leiðarinnar sem myndi bæta samkeppnishæfni svæðisins á atvinnu- og íbúamarkaði. Að auki mun stytting leiðarinnar auka umferðaröryggi og hafa jákvæð umhverfisáhrif. Því hlýtur það að vera þjóðþrifamál að koma framkvæmdum sem þessum inn í samgönguáætlun eins og nú þegar hefur verið gert með breikkun þjóðvegar 1 um Kjalarnes og með framkomnum hugmyndum um framkvæmdir við Sundabraut.