Sameiginleg umsókn Akureyrarbæjar og LUF um European Youth Capital 2024

Málsnúmer 2020070497

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 79. fundur - 12.08.2020

Erindi dagsett 14. júlí 2020 frá Landssambandi ungmennafélaga þar sem kemur fram að landssambandið er að leita að sveitarfélagi sem hefur áhuga og burði til þess að verða Ungmennahöfuðborg Evrópu árið 2024. Óskað er eftir formlegri viljayfirlýsingu frá Akureyrarbæ ef áhugi er fyrir því að gerast Ungmennahöfuðborg Evrópu og eigi síðar en 30. ágúst nk.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs.