Jóninnuhagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020070059

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Erindi dagsett þann 1. júlí 2020 þar sem Björn Friðþjófsson, fyrir hönd Tréverks ehf., sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir hús nr. 6 við Jóninnuhaga. Við breytingu mun íbúðum fjölga úr fjórum íbúðum í sjö íbúðir ásamt því að lóð undir bílastæði stækkar og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,56.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. laganna fyrir lóðarhöfum Jóninnuhaga 2 og 4, Kjarnagötu 63 og Kristjánshaga 10, 15-21 og 23-27.