Beiðni um stuðning við upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað

Málsnúmer 2020050065

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Erindi dagsett 30. apríl 2020 frá Þuríði H. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra MAk og Preben Jóni Péturssyni stjórnarformanni MAk þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 3 milljónir króna til að styðja við upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa erindinu til aukaúthlutunar úr Menningarsjóði sem fyrirhugað er að fara í síðar á árinu.