Teningnum kastað - listaverk boðið að gjöf

Málsnúmer 2019120271

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 292. fundur - 09.01.2020

Erindi dagsett 19. desember 2019 frá Guðrúnu Björgu Jóhannsdóttur þar sem boðið er að gjöf án nokkurra skilyrða eða kvaða listaverkið "Teningunum kastað" eftir Jóhann Ingimarsson, Nóa.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir umsögn Listasafnsráðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 297. fundur - 16.04.2020

Erindi dagsett 19. desember 2019 frá Guðrúnu Björgu Jóhannsdóttur þar sem boðið er að gjöf án nokkurra skilyrða eða kvaða listaverkið "Teningunum kastað" eftir Jóhann Ingimarsson, Nóa.

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 9. janúar 2020 samþykkti stjórnin að óska eftir umsögn Listasafnsráðs.

Á fundi Listasafnsráðs þann 19. febrúar var eftirfarandi umsögn veitt:

Listasafnsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en minnir á mikilvægi þess að útilistaverkum í eigu Akureyrarbæjar sé viðhaldið í samræmi við gildandi viðhaldslista.

Stjórn Akureyrarstofu telur tilboðið áhugavert og felur starfsmönnum í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið að leggja mat á kostnað við flutning og uppsetningu.