Fjölmiðlaverkefni um loftslagsmál - beiðni um styrk og samvinnu

Málsnúmer 2019120264

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3667. fundur - 16.01.2020

Erindi dagsett 18. desember 2019 frá Elínu Hirst f.h. Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Grænvangs og Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Sagafilm og RÚV þar sem beðið er um styrk til fjölmiðlaverkefnisins "Hvað GETUM við gert?" um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á þessu sviði. Einnig er óskað eftir fundi til að ræða mögulega aðkomu að verkefninu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni stjórnar Akureyrarstofu að ræða við bréfritara.