Lóðir fyrir lítil íbúðarhús

Málsnúmer 2019090400

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Anna Benkovic mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hún ræddi hugmynd sína um lóð eða svæði fyrir lítil íbúðarhús fyrir þá sem lítil ráð hafa til að koma þaki yfir höfuðið. Óskar eftir því að þetta verði skoðað sem leið til þess að fólk geti eignast sitt eigið húsnæði. Bendir á að það sé hægt að panta ódýr hús erlendis frá en kostnaður við lóðir er mjög mikill. Telur að það hljóti að vera hægt að skipuleggja lóðir sem taka tillit til þessa og lækka lóðarkostnaðinn. Var málinu vísað til skipulagsráðs.
Skipulagsráð vísar málinu til skoðunar skipulagssviðs.