Strandgata 31 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2019080525

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 738. fundur - 06.09.2019

Erindi dagsett 28. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í húsi nr. 31 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta skrifstofum í geymslur og fjölga flóttaleiðum. Meðfylgjandi eru samþykki eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 739. fundur - 12.09.2019

Erindi dagsett 28. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi í húsi nr. 31 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta skrifstofum í geymslur og fjölga flóttaleiðum. Meðfylgjandi eru samþykki eldvarnaeftirlits, vinnueftirlits og teikningar eftir Valþór Brynjarsson.

Innkomnar nýjar teikningar 12. september 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 755. fundur - 23.01.2020

Erindi dagsett 17. janúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 31 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta skrifstofurými/kaffistofu á 1. hæð og rýmka flóttaleiðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.