Naustatangi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2019060339

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Erindi dagsett 20. júní 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Slippsins á Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerá. Í breytingunni felst að afmarkaður verði byggingarreitur fyrir tengibyggingu á milli húsanna Naustatanga 2 og Hjalteyrargötu 22.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjanda.