Skólpdælulögn milli Hörgársveitar og Sjafnargötu - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2019060293

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 318. fundur - 26.06.2019

Erindi dagsett 11. júní 2019 þar sem Magnús Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Hörgársveitar, kt. 510101-3830, og Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir skólpdælulögn, sem leggja á milli forsmíðaðra skolpdælustöðva sem komið verður fyrir neðanjarðar austan

Skógarhlíðar í Hörgársveit og við Sjafnargötu 5, Akureyri.

Einnig er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðastíg yfir Lónsá. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við skolpdælulögn og stíg, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.