Erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Björn Guðmundsson fyrir hönd V&L ehf., kt. 491117-1680, sækir um stækkun lóðar nr. 2 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi er lóðarleigusamningur, eignaskiptayfirlýsing og yfirlýsing um minnkun lóðar síðan 1984.
Skipulagsráð samþykkir ekki að stækka lóðina þar sem ekki er talið æskilegt að auka umfang iðnaðar- og athafnastarfsemi frá því sem nú er á þessu svæði. Er þessi niðurstaða í samræmi við afgreiðslu á sambærilegri ósk um lóðarstækkun aðliggjandi lóðar.