Nökkvi, félag siglingamanna - áætlun um uppbyggingu aðstöðuhúss

Málsnúmer 2019040064

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 65. fundur - 27.09.2019

Bæjarráð gerði á fundi sínum þann 19. september 2019 eftirfarandi bókun:

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. september 2019. Fundargerðin er í 8 liðum.

Bæjarráð vísar lið 6 til umhverfis- og mannvirkjaráðs

Liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa:

Rúnar Þór Björnsson formaður og Tryggvi Jóhann Heimisson varaformaður Nökkva komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa

Þeir lögðu fram áskorun til bæjaryfirvalda um að meirihluti bæjarstjórnar standi við gerðan samning um uppbyggingu á svæði Siglingaklúbbsins Nökkva frá 2014.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir fundi með frístundaráði og stjórn Siglingaklúbbsins Nökkva til þess að ræða hugsanlegar lausnir.