Lundarsel - breyting á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels

Málsnúmer 2019030272

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 18. mars 2019 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir heimild til að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi KA svæðis, Lundarskóla og Lundarsels vegna fjölgunar færanlegra kennslustofa. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Endanlegri afgreiðslu frestað þar til tillaga að breytingu liggur fyrir.

Skipulagsráð - 313. fundur - 10.04.2019

Á fundi skipulagsráðs þann 27. mars sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við innkomið erindi þar sem byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur norðan við Lundarsel er stækkaður. Er hér lögð fram tillaga að breytingu sem felur í sér að núverandi byggingarreitur er stækkaður til norðurs og að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150 m² í 400 m² og að hámarkshæð verði 4,5 m í stað 4 m.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er ekki talin þörf á að grenndarkynna hana sbr. heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en Akureyrarbæ. Breytingin er samþykkt.

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi M-lista óskar bókað að hann telji að grenndarkynna eigi erindið.