Kristjánshagi 6 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2019030271

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 312. fundur - 27.03.2019

Erindi dagsett 20. mars 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson hjá Opus fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Kristjánshaga. Breytingin felst í:

1) Hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,71 í 0,76.

2) Byggingarlína 3. hæðar að hluta færð til suðurs.

3) Breyting á nyrðri viðmiðunarkóta um 0,4 m.

4) Byggðar verði 22 íbúðir á lóðinni með 3 tveggja, 13 þriggja, 5 fjögurra og 1 fimm herbergja íbúðum. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða með vísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagssviði að grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga þegar hún berst. Skipulagsráð samþykkir aftur á móti ekki fyrirhugaða íbúðadreifingu þar sem hún er ekki í samræmi við markmið deiliskipulagsins vegna skorts á 5 herbergja íbúðum. Ráðið telur að gera þurfi ráð fyrir að lágmarki tveimur 5 herbergja íbúðum í húsinu.