Lífið er LEIKfimi - áframhald á sýningu um Örn Inga Gíslason

Málsnúmer 2019020157

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 272. fundur - 21.02.2019

Erindi dagsett 16. janúar 2019 frá Halldóru Arnardóttur, f.h. fjölskyldu Arnar Inga Gíslasonar, þar sem Akureyrarbæ eru boðin listaverk sem eftir hann liggja til láns. Hugmyndin er að gerður verði samningur milli Akureyrarbæjar og aðstandenda um að bærinn taki verkin til geymslu á sinn kostnað og að starfsfólki verði boðið að fá verk að láni til að hafa á skrifstofum og vinnurýmum.
Stjórn Akureyrarstofu tekur undir með safnráði Listasafnsins sem hafði tekið erindið til umfjöllunar á fundi sínum þann 12. febrúar sl. og getur ekki orðið við erindinu.