Geislagata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018120072

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 306. fundur - 12.12.2018

Erindi dagsett 5. desember 2018 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hótel Valhallar, kt. 560169-5189, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 7 við Geislagötu. Fyrirhuguð er hækkun húss og stækkun byggingarreits. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna tillögu að útliti á húsi eftir stækkun.
Skipulagsráð er jákvætt fyrir breytingum á skipulagi lóðarinnar en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda um frekari útfærslu.