Staða Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags

Málsnúmer 2018110334

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3445. fundur - 04.12.2018

Umræða um stöðu Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags og umsókn um aðild Akureyrarbæjar að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Málshefjandi, Gunnar Gíslason D-lista, tók til máls og reifaði mikilvægi og vægi sjávarútvegs í Akureyrarbæ. Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

Akureyrarbær hefur verulega hagsmuni af starfsemi fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi og má ætla að hlutfall heildarlauna af starfsemi sem tengist beint eða óbeint sjávarútvegi á Akureyri sé um 25-30% að minnsta kosti. Þetta hlutfall er enn hærra ef litið er til Hríseyjar og Grímseyjar. Það hlýtur því að þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar að vera aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og er því lagt til að sótt verði um aðild að samtökunum nú þegar.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason og Andri Teitsson (í annað sinn).
Andri Teitsson lagði til að tillögu Gunnars Gíslasonar yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Tillaga Andra var borin upp til atkvæða og samþykkt með 8 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Bæjarráð - 3624. fundur - 24.01.2019

Liður 8 í fundargerð bæjarstjórnar dagsettri 4. desember 2018:

Umræða um stöðu Akureyrarbæjar sem sjávarútvegssveitarfélags og umsókn um aðild Akureyrarbæjar að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Málshefjandi, Gunnar Gíslason D-lista, tók til máls og reifaði mikilvægi og vægi sjávarútvegs í Akureyrarbæ. Gunnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

Akureyrarbær hefur verulega hagsmuni af starfsemi fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi og má ætla að hlutfall heildarlauna af starfsemi sem tengist beint eða óbeint sjávarútvegi á Akureyri sé um 25-30% að minnsta kosti. Þetta hlutfall er enn hærra ef litið er til Hríseyjar og Grímseyjar. Það hlýtur því að þjóna hagsmunum Akureyrarbæjar að vera aðili að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga og er því lagt til að sótt verði um aðild að samtökunum nú þegar.

Í umræðum tóku til máls Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Sóley Björk Stefánsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Gíslason, Halla Björk Reynisdóttir (í annað sinn), Hilda Jana Gísladóttir (í annað sinn), Sóley Björk Stefánsdóttir (í annað sinn), Gunnar Gíslason og Andri Teitsson (í annað sinn).

Andri Teitsson lagði til að tillögu Gunnars Gíslasonar yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði. Tillaga Andra var borin upp til atkvæða og samþykkt með 8 atkvæðum.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista, Gunnar Gíslason D-lista og Þórhallur Jónsson D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga.

Bæjarráð - 3635. fundur - 11.04.2019

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 4. apríl 2019 frá Samtökum sjávarútvegsfyrirtækja þar sem tilkynnt er að umsókn Akureyrarbæjar um aðild að samtökunum hafi verið samþykkt.