Borgarbraut - stöðuleyfi fyrir grenndarstöð

Málsnúmer 2017110409

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 279. fundur - 13.12.2017

Erindi dagsett 28. nóvember 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, óskar eftir leyfi til að staðsetja grenndarstöð til flokkunar endurvinnsluefnis á lóð Krambúðarinnar við Borgarbraut. Meðfylgjandi er mynd og samþykki lóðarhafa.
Skipulagsráð samþykkir að veita leyfi fyrir umbeðinni staðsetningu grenndarstöðvarinnar.