Kjarnagata 33, 204 - leyfi til uppsetningar á gervihnattadiski

Málsnúmer 2017110090

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 654. fundur - 16.11.2017

Erindi dagsett 6. nóvember 2017 þar sem Lárus Hafsteinn Sigurðsson sækir um leyfi til að setja upp gervihnattadisk á einkasvölum íbúðar nr. 204 í húsi nr. 33 við Kjarnagötu.
Í almennum byggingarskilmálum 8.1 segir: "Loftnet fyrir hljóð- og sjónvarp, þ.m.t. móttökudiskar, skulu vera sameiginlegir fyrir hvert raðhús, raðhúsaþyrpingu eða fjölbýlishús eftir því sem við á."

Staðgengill byggingarfulltrúa getur því ekki orðið við erindinu með vísun í ofangreint.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 659. fundur - 20.12.2017

Innkomið bréf 22. nóvember 2017 þar sem Lárus Hafsteinn Sigurðsson er ósáttur við synjun sem hann fékk á ósk hans um að setja upp gervihnattadisk á einkasvölum íbúðar nr. 204 í húsi nr. 33 við Kjarnagötu og óskar eftir endurupptöku málsins.
Í almennum byggingarskilmálum 8.1 segir: "Loftnet fyrir hljóð- og sjónvarp, þ.m.t. móttökudiskar, skulu vera sameiginlegir fyrir hvert raðhús, raðhúsaþyrpingu eða fjölbýlishús eftir því sem við á".

Byggingarfulltrúi getur því ekki orðið við erindinu með vísun í ofangreint. Sjá rökstuðning í meðfylgjandi bréfi.