Fiskihöfn Akureyrar - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir viðhaldsdýpkun

Málsnúmer 2017080058

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 272. fundur - 30.08.2017

Erindi dagsett 9. ágúst 2017 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands bs., kt. 650371-2919, sækir um leyfi fyrir viðhaldsdýpkunum í Fiskihöfninni og við Togarabryggjuna á Akureyri, um það bil 6000 m³ á hvorum stað, og losun efnisins við Torfunefsbryggju. Þar eru fyrirhugaðar breytingar á bryggjunni skv. deiliskipulagi. Meðfylgjandi er mynd og skýrsla kafara um ástand botns á þessum stöðum.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarkaupstaður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða sveitarfélagsins er að viðhaldsdýpkun í Fiskihöfn og við Togarabryggju auk efnislosunar við Torfunefsbryggju sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.


Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmdar við viðhaldsdýpkun og losun efnis, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.