Aðalstræti 4 - bílastæði bílastæðasjóðs

Málsnúmer 2017060085

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 13. fundur - 16.06.2017

Lagt fram minnisblað dagsett 13. júní 2017 um frágang á almennum bílastæðum fyrir framan Aðalstræti 4.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina þar sem kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:

Á þessum stað færi mun betur á því að helluleggja bílastæðin en að malbika þau.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráð óskar bókað:

Ekki er talið ráðlegt að helluleggja stæðin þar sem kostnaður við það er um fjórfalt meiri. Almennt eru almenningsbílastæði malbikuð í bæjarlandinu.