Glerárgata 5 - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2017050050

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 630. fundur - 11.05.2017

Erindi dagsett 8. maí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Norðureigna ehf. sækir um leyfi til að rífa tvö gömul timburhús sem standa á lóð sem áður var talin til Glerárgötu 5 en hefur nú verið sameinuð Glerárgötu 7. Húsin standa við suðurhlið Sjallans. Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

Bent skal á að umsækjandi skal tilkynna byggingarstjóra og tilkynna heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti um framkvæmdina sbr. reglugerð nr. 705/2009.

Vísað er til tilmæla Minjastofnunar Íslands í umsögn þeirra varðandi endurnýtingu grindarviða og tilkynna skal til Minjasafnsins á Akureyri þegar niðurrif hefst.