Dagforeldrar

Málsnúmer 2017030168

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 6. fundur - 20.03.2017

Jóhanna María Agnarsdóttir mætti til fundar kl. 14:20, undir 3. lið.
Erindi frá dagforeldrum dagsett 13. mars 2017 er varðar breytingu á niðurgreiðslu á daggæslugjöldum.

Í dag er fyrirkomulag með þeim hætti að niðurgreiðslur Akureyrarbæjar ná til sjö tíma vistunar.

Í erindinu er óskað eftir því að niðurgreiðslur dreifist jafnt á átta tíma.
Fræðsluráð felur fræðslusviði að kanna viðhorf foreldra til breytingar á dreifingu niðurgreiðslu á áttunda tíma til dagforeldra.