Skátagilið, gróðursetning - fyrirspurn

Málsnúmer 2017010091

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 252. fundur - 25.01.2017

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Arnór Bliki Hallmundsson f.h. Skátafélagsins Klakks spyr hvort skátafélagið fengi heimild til að gróðursetja trjáplöntur í Skátagilinu.
Áður en ráðist verður í gróðursetningu í Skátagilinu er nauðsynlegt að hanna það í samræmi við ákvæði í deiliskipulagi miðbæjar og því getur skipulagsráð ekki orðið við erindinu.

Í deiliskipulagi miðbæjar segir meðal annars að í Skátagilinu verði sléttar grasflatir umluknar gróðri með stöllum á milli og að gott stígakerfi skuli liggja um gilið og góðar tengingar að aðliggjandi svæðum. Gert er ráð fyrir að lækurinn í gilinu verði endurvakinn og verði í náttúrulegri mynd að hluta með tjörnum og fossum þar sem við á.