Áskorun til bæjaryfirvalda um að fjölga leikskólaplássum

Málsnúmer 2016110148

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 12.12.2016

Neðangreind áskorun um fjölgun leikskólaplássa barst bæjaryfirvöldum þann 23. nóvember sl.:

'Við undirrituð skorum á bæjarstjórn, skólanefnd og aðra hlutaðeigandi að endurskoða stefnu Akureyrarbæjar í dagvistunarúrræðum barna í sveitarfélaginu.

Við skorum á bæjaryfirvöld að tryggja börnum frá a.m.k. 18 mánaða aldri aðgang að leikskólaplássi í sveitarfélaginu.

Jafnfram skorum við á bæjarstjórn að setja börn og skólamál í forgang við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, enda hefur Akureyrarbær nýlega undirritað samkomulag um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en við innleiðingu sáttmálans er lögð rík áhersla á að sveitarfélög vinni fjárhagsáætlanir með þarfir barna að leiðarljósi (www.barnvaensveitarfelog.is).'

Undir þessa áskorun skrifar Þórunn Anna Elíasdóttir f.h. 365 foreldra á Akureyri.
Leik- og grunnskólar taka inn nemendur einu sinni á ári sem þýðir að börn hefja leikskóladvöl á ólíkum aldri, eftir því hvenær þau eru fædd á árinu. Skólanefnd leggur áherslu á að frá og með hausti 2017 verði öll rými leikskólanna nýtt eins og kostur er og mönnun í samræmi við það.

Skólanefnd mun taka málið sérstaklega upp í tengslum við endurskoðun skólastefnu Akureyrarbæjar sem nú stendur yfir.