Náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Akureyri

Málsnúmer 2016110016

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 19. fundur - 12.12.2016

Erindi sem barst í viðtalstíma bæjarfulltrúa 27. október 2016 og bæjarráð vísaði til skólanefndar.

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir námsráðgjafi í Oddeyrarskóla mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og spurði hver væri sýn bæjaryfirvalda varðandi náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum bæjarins.
Sýn skólanefndar er sú að allir grunnskólanemendur á Akureyri eiga að hafa aðgang að námsráðgjafa í sínum skóla ef þörf krefur. Ljóst er að þörf er á aukningu á stöðugildum náms- og starfsráðgjafa í skólum bæjarins og verður leitast við að bregðast við þeirri stöðu eins og mögulegt er á komandi misserum.