Skipagata 14 - umsókn um niðurfellingu á eldvarnarkröfum

Málsnúmer 2016060009

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 589. fundur - 09.06.2016

Erindi dagsett 17. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Alþýðuhússins Akureyri, kt. 630786-2159, sækir um niðurfellingu á eldvarnarkröfum á gluggum á vesturhlið hússins nr. 14 við Skipagötu. Meðfylgjandi er bréf frá brunaverkfræðingi.
Fyrir liggur neikvæð umsögn eldvarnareftirlits slökkviliðs Akureyrar. Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir leiðréttingum og frekari rökstuðningi brunaverkfræðings fyrir beiðninni. Einnig er óskað eftir samþykki eigenda hússins nr. 98 við Hafnarstræti.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 604. fundur - 13.10.2016

Erindi dagsett 17. maí 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Alþýðuhússins Akureyri, kt. 630786-2159, sækir um niðurfellingu á eldvarnarkröfum á gluggum vesturhliðar hússins nr. 14 við Skipagötu.

Innkomin greinargerð brunahönnuðar dagsett 21. júní 2016. Yfirlýsing eiganda Hafnarstrætis 98 móttekin 15. júlí 2016. Innkomin umsögn eldvarnareftirlits 23. september 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um að ef byggt verður við húsið Hafnarstræti 98 verði samþykktin tekin til endurskoðunar. Samþykkt þessi tekur ekki gildi fyrr en umsækjandi hefur látið þinglýsa samþykki eiganda Hafnarstrætis 98 á bæði húsin.