Styrkbeiðni vegna ólympíuleikanna í eðlisfræði 2016

Málsnúmer 2016050219

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3508. fundur - 02.06.2016

Erindi dagsett 23. maí 2016 frá Valtý Kára Daníelssyni þar sem hann óskar eftir styrk vegna þátttöku í ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram fer í Sviss dagana 11.- 17. júlí nk.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem er í samræmi við venju og verður tekinn af liðnum styrkveitingar bæjarráðs.