Frumvarp til laga um náttúruvernd, 140. mál

Málsnúmer 2015090249

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3473. fundur - 01.10.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. september 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0140.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Umhverfisnefnd - 108. fundur - 13.10.2015

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dagsett 24. september 2015 sem bæjarráð vísaði til umhverfisnefndar 1. október 2015. Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um náttúruvernd (varúðarregla, almannaréttur, sérstök vernd, framandi tegundir o.fl.), 140. mál 2015.
Umhverfisnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir:

10. gr. liður a: Skýrari greiningu á hvað telst vera "nærri bústöðum".

18. gr. Lagt er til að liður b verði felldur út. Tillagan veitir sveitarfélögunum meiri rétt til að fjalla hvert um sig um sitt svæði.

28. gr. liður a: Verði óbreyttur áfram 10.000 m². Víða má finna votlendissvæði sem ná ekki 20.000 m² en skipta miklu máli fyrir vistkerfi svæðisins.

29. gr. Vantar viðurlög við brotum á greinum XI. kafla laganna.

Umhverfisnefnd telur mikilvægt að bifreiðar sem útbúnar eru með svefnaðstöðu verði með ferðasalerni sem staðalbúnað.

72. gr. gildandi laga. Lagt er til að við greinina bætist: Öll skilti á almannafæri skulu merkt ábyrgðarhafa skiltis svo hægt sé að fá nánari upplýsingar hjá viðkomandi ef þurfa þykir.