Naustaskóli kennaraálma - innanhússfrágangur

Málsnúmer 2015010192

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 257. fundur - 20.02.2015

Lagðar fram niðurstöður útboðs á verkinu frá 11. febrúar 2015. Alls bárust 15 tilboð í 6 verkgreinar:

Bjóðendur í A lagnir - Upphæð - % af áætlun
Varmastýring - 8.378.991 - 112,5%
Bútur - 6.891.343 - 92,5%
Kostnaðaráætlun - 7.448.600 - 100%



Bjóðendur í B loftræstilagnir - Upphæð - % af áætlun
Blikkrás
- 12.000.000 - 110,0%
Blikk- og tækniþjónustan - 10.079.178 - 92,4%
Kostnaðaráætlun - 10.908.650 - 100%



Bjóðendur í C rafmagn - Upphæð - % af áætlun
Rafeyri
- 10.321.974 - 97,2%
Rafmenn
- 7.312.028 - 68,8%
Ljósgjafinn - 8.664.782 - 81,6%
Kostnaðaráætlun - 10.623.365 - 100%



Bjóðendur í D húsasmíði og innréttingar - Upphæð - % af áætlun
Trésmiðja Kristjáns Jónassonar - 19.488.750 - 88,7%
Bjálkinn og flísin - 27.267.680 - 124,2%
Kostnaðaráætlun - 21.962.000 - 100%



Bjóðendur í E dúkalagnir - Upphæð - % af áætlun
Viðar Þór Pálsson yfirfarið - 2.171.500 - 74,4%
Kostnaðaráætlun - 2.929.000 - 100%



Bjóðendur í F málun - Upphæð - % af áætlun
Málningarmiðstöðin - 3.384.400 - 98,4%
BFJ málun - 3.086.600 - 89,7%
Betri fagmenn - 3.129.300 - 90,9%
Litblær
- 3.919.469 - 113,9%
Björn málari - 4.187.575 - 121,7%
Kostnaðaráætlun - 3.441.100 - 100%
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um blikksmíðahluta þessa liðar.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Dagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu blikksmíðahluta málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við eftirfarandi aðila:
Bút ehf í lagnahlutann, Blikk- og tækniþjónustuna ehf í loftræstihlutann, Rafmenn í rafmagnshlutann, Trésmiðju Kristjáns Jónasson ehf í húsasmíða- og innréttingahlutann,
Viðar Þór Pálsson í dúkalagnahlutann og BFJ málun ehf í málningarhlutann.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 266. fundur - 11.09.2015

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina.