Embla Blöndal Ásgeirsdóttir - ósk um ferðastyrk

Málsnúmer 2015010100

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 162. fundur - 26.02.2015

Lagt fram erindi dagsett 5. janúar 2015 frá Emblu Blöndal Ásgeirsdóttur nemanda í Giljaskóla. Embla setur fram hugmyndir um styrki til barna í 8.- 10. bekk til að ferðast og upplifa heiminn.
Erindið var áður sent til ungmennaráðs og fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Emblu kærlega fyrir áhugaverðar hugmyndir. Því miður hefur Akureyrarbær ekki tök á að taka þátt í verkefninu en bendir á að á hverju sumri býðst nokkrum ungmennum á aldrinum 16-20 ára að taka þátt í vinabæjaviku sem haldin er til skiptis í vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndunum. Einnig eru ýmsir möguleikar til styrkja í gegnum alþjóðlegar styrkjaáætlanir. Jafnframt hvetur samfélags- og mannréttindaráð Emblu til að bjóða sig fram í ungmennaráð Akureyrar.