Aðalskipulag Akureyrar 2005 - 2018 - endurskoðunarþörf á kjörtímabilinu

Málsnúmer 2014100281

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 190. fundur - 29.10.2014

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal bæjarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag Akureyrar 2005-2018. Í gildi eru þrjár aðalskipulagsáætlanir fyrir Akureyrarkaupstað eftir sameiningu við Hrísey og Grímsey.

Samkvæmt samstarfssamningi meirihlutaflokka bæjarstjórnar Akureyrar er gert ráð fyrir að farið verði í heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 og á öðrum aðalskipulagsáætlunum sem í gildi eru. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við undirbúning þeirrar vinnu 2015 en að aðalvinnsla þess muni þó fara fram á árunum 2016-2017.