Hafnasvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsdýpkana

Málsnúmer 2014100165

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 190. fundur - 29.10.2014

Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Pétur Ólafsson f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi vegna viðhaldsdýpkana við Oddeyrar-, Tanga- og ÚA bryggju og að losa efnið í Hofsbót vegna stækkunar svæðis þar skv. miðbæjarskipulagi. Einnig er sótt um færslu á grjótgarði úr Sandgerðisbót í Hofsbót.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn í tengslum við fyrirhugaðar viðhaldsdýpkanir og losunar efnis á hafnarsvæði Hafnasamlags Norðurlands á Akureyri sem er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.