Háhlíð - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014090191

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 189. fundur - 15.10.2014

Edward H. Huijbens V-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu næstu fjögurra liða er varða umsóknir Norðurorku um framkvæmdaleyfi.
Skipulagsnefnd hafnar því að um vanhæfi sé að ræða.
-
Erindi dagsett 19. september 2014 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir fráveitulögn frá Harðangri að Höfðahlíð. Fyrir liggur samþykki eigenda Háhlíðar 6-14 þar sem lögnin fer í gegnum lóðirnar. Meðfylgjandi er uppdráttur er sýnir legu lagnarinnar í mvk. 1:200.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við Háhlíð og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.