Gata sólarinnar - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014070110

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 184. fundur - 30.07.2014

Erindi dagsett 7. júlí 2014 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf, kt. 410683-0599, sækir um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og fráveitu fyrir Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru hönnunargögn frá HSA teiknistofu, innkomin 25. júlí 2014.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við Götu sólarinnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd". Framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu verður ekki gefið út fyrr en gögn samþykkt af framkvæmdadeild og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra liggja fyrir.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.