Leikfélag Akureyrar - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014070087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3420. fundur - 17.07.2014

Erindi dags. 10. júlí 2014 frá Hlyni Hallssyni varaformanni stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir kr. 7.500.000 aukafjárveitingu til þess að félagið geti haldið úti lágmarksstarfsemi til loka ársins 2014.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins og tók Logi Már Einarsson varaformaður við stjórn fundarins á meðan.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur formanni stjórnar Akureyrarstofu að afla frekari gagna fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3421. fundur - 31.07.2014

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu og fól formanni stjórnar Akureyrarstofu að afla frekari gagna.
Erindi dagsett 10. júlí 2014 frá Hlyni Hallssyni varaformanni stjórnar Leikfélags Akureyrar þar sem óskað er eftir 7,5 milljón kr. aukafjárveitingu til þess að félagið geti haldið úti lágmarksstarfsemi til loka ársins 2014.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Í hans stað mætti Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista á fundinn undir þessum lið.

Logi Már Einarsson varaformaður stýrði fundi undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að veita 7,5 milljónum kr. til Menningarfélags Akureyrar í þeim tilgangi að tryggja samfellu í starfsemi Leikfélags Akureyrar.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Ingibjörg Ólöf vék af fundinum og Guðmundur Baldvin tók aftur sæti og tók við fundarstjórn.