Dagvistun - ábending um réttarstöðu dagforeldra

Málsnúmer 2014060191

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 10. fundur - 30.06.2014

Erindi dagsett 25. júní 2014 frá stjórn Dagvistar. Þar eru áhyggjur dagforeldra reifaðar vegna þess hve fá börn eru skráð hjá þeim á næsta starfsári. Er óskað eftir viðræðum um endurskoðun á ákvæði í samningi við dagforeldra vegna tryggingagjalds, en það átti að endurskoða að ári liðnu frá undirritun samnings.

Skólanefnd samþykkir í samræmi við gildandi samning um daggæslu í heimahúsum, að endurskoða grein 5 um launatryggingu og aðrar greiðslur. Skólanefnd felur formanni, Evu Hrund Einarsdóttur sem fulltrúa minnihlutans, fræðslustjóra og daggæsluráðgjafa að hafa tal af fulltrúum dagforeldra.

Skólanefnd - 16. fundur - 29.09.2014

Erindi dagsett 25. júní 2014 frá stjórn Dagvistar. Þar eru áhyggjur dagforeldra reifaðar vegna þess hve fá börn eru skráð hjá þeim á næsta starfsári. Er óskað eftir viðræðum um endurskoðun á ákvæði í samningi við dagforeldra vegna tryggingagjalds, en það átti að endurskoða að ári liðnu frá undirritun samnings. Fulltrúar skólanefndar hafa fundað með fulltrúum dagforeldra um þetta mál.

Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.