Vinnustofa Nordisk Ljus á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2014060187

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3419. fundur - 10.07.2014

Erindi dags 26. maí 2014, frá Hlín Jóhannesdóttur, Vilborgu Einarsdóttur og Kristiinu Isaakson, f.h. Listahátíðarinnar Nordisk Ljus 2014, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna vinnustofu Nordisk Ljus sem fram fer á Akureyri 19. - 23. júlí næst komandi.
Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000.

Kosnaður færist á styrkveitingar bæjarráðs.