SMT styðjandi skólafærni - fyrirspurn

Málsnúmer 2014040171

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 19.05.2014

Tölvupóstur dags. 22. apríl 2014 frá Bryndísi Elfu Valdemarsdóttur sem er svohljóðandi:
Ég óska eftir því að erindið hér að neðan verði tekið fyrir á skólanefndarfundi.
"Nú er auglýst eftir verkefnisstjóra í PMTO foreldrafærni og SMT styðjandi skólafærni. Mig langar til að kanna hvort einhver úttekt hafi verið gerð á árangri SMT kerfisins í grunnskólum og leikskólum. Sem foreldri hef ég aðeins rætt óformlega við starfsfólk í einstaka skólum og samkvæmt þeim er enginn árangur í agamálum vegna þessa kerfis.

a) Hefur bærinn aðrar niðurstöður úr einhverjum úttektum?

b) Hvað hefur innleiðing og rekstur við kerfið kostað bæjarfélagið frá því að það var innleitt í þeim skólum og leikskólum bæjarins sem kusu svo?"

Fyrir fundinn voru lagðar umbeðnar upplýsingar sem teknar voru saman af verkefnastjóra PMTO/SMT og rekstrarstjóra.
Verkefnastjóri PMTO/SMT mætti á fundinn og fór yfir þær upplýsingar sem lágu fyrir fundinum.

Skólanefnd þakkar Bryndísi fyrir fyrirspurnina og verkefnastjóra PMTO/SMT fyrir greinargóðar upplýsingar og felur verkefnastjóra og fræðslustjóra að svara erindinu.