Jónborg Sigurðardóttir - umsókn um styrk 2014

Málsnúmer 2014040096

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 146. fundur - 07.05.2014

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Jónborgu Sigurðardóttur þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 til að bjóða upp á skapandi útinámskeið í formi listræns smíðavallar fyrir börn efnaminni foreldra.

Samfélags- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu og felur framkvæmdastjóra að skoða útfærslumöguleikana með umsækjanda.

Samfélags- og mannréttindaráð - 148. fundur - 10.07.2014

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10. apríl 2014 frá Jónborgu Sigurðardóttur þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 til að bjóða upp á skapandi útinámskeið í formi listræns smíðavallar fyrir börn efnaminni foreldra.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 auk þess að leggja til aðstöðu og aðstoðarmann á námskeiðinu.