Naustatjörn - kvörtun vegna vistunarreglna

Málsnúmer 2014030281

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 9. fundur - 19.05.2014

Erindi dags. 17. mars 2014 frá Grétu Kristínu Hilmarsdóttur, deildarstjóra í leikskólanum Naustatjörn. Óskað er eftir því að skólanefnd fjalli um réttmæti þeirrar reglu í Naustatjörn að börn starfsmanna fá ekki pláss í leikskólanum.
Formaður skólanefndar ásamt fræðslustjóra og leikskólafulltrúa áttu fund með Grétu 7. apríl 2014 vegna þesa erindis þar sem leitað var leiða til lausnar.

Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við þá reglu sem hér um ræðir enda hefur verið sýnt fram á að hún brýtur ekki í bága við lög og almennar reglur um starfsmannamál. Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.