Strandgata Oddeyrarbryggja - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2014030213

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 175. fundur - 26.03.2014

Erindi dagsett 20. mars 2014 þar sem Hörður Blöndal f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu stálþils til vesturs við Oddeyrarbryggju. Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lengingu hafnarkantsins til vesturs, sem eru í samræmi við samþykkt aðalskipulag. Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.