Staða skólastjóra Grímseyjarskóla

Málsnúmer 2014030104

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 6. fundur - 17.03.2014

Erindi dags. 14. mars 2014 frá Huldu Signýju Gylfadóttur skólastjóra Grímseyjarskóla, þar sem hún segir stöðu sinni lausri frá og með 1. ágúst 2014.

Skólanefnd þakkar Huldu Signýju vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Skólanefnd - 8. fundur - 05.05.2014

Fræðslustjóri gerði grein fyrir ráðningarferli í stöðu skólastjóra Grímseyjarskóla.
Fræðslustjóri lagði fram tillögu að ráðningu skólastjóra Grímseyjarskóla, en staðan var auglýst 28. mars 2014. Tvær umsóknir bárust um stöðuna. Við mat á hæfni umsækjenda var skráðu ráðningarferli fylgt, tekin voru viðtöl við umsækjendur og leitað umsagna. Skólanefndarfulltrúar fengu tækifæri til að sitja viðtölin. Þá var haft samráð við skólaráð Grímseyjarskóla.
Fræðslustjóri gerir að tillögu sinni að Karen Nótt Halldórsdóttir verði ráðin sem skólastjóri Grímseyjarskóla frá og með 1. ágúst 2014.

Skólanefnd samþykkir tillögu fræðslustjóra.