Kvikmyndahátíðin Laterna Magica

Málsnúmer 2013110195

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 137. fundur - 27.11.2013

Þrír kvikmyndagerðarmenn, Kristján Blær Sigurðsson, Úlfur Logason og Þorsteinn Kristjánsson, frá félagsmiðstöðvum Akureyrar unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fram fór í Vesterålen í Noregi fyrir skemmstu. Allir hafa þeir tekið þátt í stuttmyndahátíðinni Stulli sem haldin er á vegum félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss Akureyrarbæjar með styrk frá Menningarráði Eyþings.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar Kristjáni, Úlfi og Þorsteini til hamingju með frábæran árangur.

Samfélags- og mannréttindaráð - 138. fundur - 11.12.2013

Sýndar voru stuttmyndirnar Þórgnýr sem vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica í nóvember sl. og Taktur sem vann til verðlauna á Stulla stuttmyndahátíð nú í desember.