Norðurgata 2B - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breyttri skráningu

Málsnúmer 2013090009

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 459. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 2. september 2013 þar sem Sigrún Olsen, Hjörtur P. Pétursson og Stefanía Ólafsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 2B við Norðurgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Braga Blumenstein. Einnig er sótt um breytingu á skráningu úr samkomuhúsi í íbúðarhús.

Skipulagsstjóri frestar erindinu og fer fram á að umsækjandi óski eftir umsögn Minjastofnunar Íslands á umbeðnum breytingum þar sem húsið er eldra en hundrað ára.

Einnig er bent á að tillagan að breytingu hússins stangast á við ákvæði 3.3.7 í greinargerð gildandi deiliskipulags.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 478. fundur - 30.01.2014

Erindi dagsett 26. september 2013 þar sem Sigrún Olsen, Hjörtur P. Pétursson og Stefanía Ólafsdóttir óska eftir breytingu á skráningu á húsi nr. 2b við Norðurgötu úr samkomuhúsi í íbúðarhús.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki hefur verið óskað eftir lokaúttekt í samræmi við samþykkta aðaluppdrætti af íbúð.