Glerárdalur - óheimil efnistaka

Málsnúmer 2013080092

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 84. fundur - 20.08.2013

Forstöðumaður umhverfismála/framkvæmdamiðstöðvar greindi frá þeirri óheimilu efnistöku sem átti sér stað á Glerárdal.

Umhverfisnefnd fordæmir þessa óleyfilegu efnistöku verktaka á Glerárdal og fer fram á að verkkaupi þ.e. Norðurorka sjái til að námunni verið lokað strax í samráði við framkvæmdadeild og frágangur verði með viðunandi hætti. Öll efnistaka í bæjarlandinu er bönnuð nema með sérstöku leyfi bæjaryfirvalda.