Dalsbraut - hljóðmanir

Málsnúmer 2013060129

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 160. fundur - 26.06.2013

Erindi dagsett 11. júní 2013 þar sem Hannes Garðarsson Espilundi 2, Hrafnhildur Ævarsdóttir Espilundi 4, Edda K. Vilhelmsdóttir Espilundi 6 og Eiður Guðni Eiðsson Espilundi 8, íbúar við Espilund, senda inn erindi vegna hljóðmanar við Dalsbraut og girðingar við San Síró svæði.

Samkvæmt deiliskipulagi Dalsbrautar og nágrennis er gert ráð fyrir  allt að 1,5 m háum hljóðmönum norðan Skógarlundar beggja vegna götunnar að San Síró svæði.  Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdadeild að hæðarsetning hljóðmana verði 1,5 m norðan Skógarlundar.

Í deiliskipulaginu er kvöð um girðingu við San Síró svæði.