Glerárskóli - tölvumál skólans

Málsnúmer 2013040139

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 7. fundur - 22.04.2013

Erindi frá hópi kennara á unglingastigi Glerárskóla dags. 11. apríl 2013 vegna stöðu tölvumála hjá kennurum skólans.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 var gert ráð fyrir 10 milljónum króna til endunýjunar á tölvubúnaði í grunnskólum sveitarfélagsins. Jafnframt gerir skólanefnd ráð fyrir sömu upphæð til skólanna árið 2014 og 2015. Samkvæmt niðurstöðu úttektarskýrslu á endurnýjunarþörf í tölvumálum grunnskólanna sem unnin var fyrrihluta árs 2012 er áætlað að þetta sé heildarþörf á fjármagni til verksins.