Naustahverfi - losun úr grunni í Hólmatúni milli húsa við Klettatún

Málsnúmer 2013040091

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 442. fundur - 07.05.2013

Kristín Hjálmarsdóttir, Klettatúni 6 mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. apríl 2013.
Kristín er óhress með að byggingarfélagið Hyrna ehf. hafi losað úr grunni úr Hólmatúni á milli húsa við Klettatún. Í fyrstu var um að ræða snjó en svo kom mold og möl með. Kristín vill vita hvort fyrirtækið hafi fengið heimild til að losa úr grunni þarna.

Skipulagsstjóri hefur ekki veitt heimild til að losa snjó eða annað efni á svæðinu en hefð er fyrir því hjá framkvæmdamiðstöð bæjarins að losa snjó á opin svæði innan hverfa. Ekki er hægt að útiloka að yfirborðsefni eins og mold eða möl fylgi að einhverju leyti með.