Dráttarvél í Hrísey - ástandsskoðun

Málsnúmer 2013040073

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 265. fundur - 12.04.2013

Kynnt var ástandsskýrsla dags. 9 apríl sl. vegna dráttarvélar í Hrísey sbr. beiðni þar um á síðasta fundi framkvæmdaráðs 22. mars sl.

Samkvæmt skýrslunni virðist dráttarvélin í ágætis ásigkomulagi en kaupa verður ný ámoksturstæki á hana. Framkvæmdaráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.